Grænir styrkir 2023
Kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála. Styrkjamót tengir saman stuðningsumhverfi, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að auðvelda samstarf.
23. mars 2023 í Háteig á Grand Hótel.
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið verða erindi aðstandenda viðburðar. Stuttar kynningar á helstu sjóðum og styrkjatækifærum sem standa Íslendingum til boða á þessu sviði taka við í bland við örsögur aðila sem hafa farsæka reynslu af því að sækj aí sjóði vegna grænna verkefna. Að kynningum loknum tekur við Styrkjamót en þá geta þátttakendur bókað örfundi til að kynnast, fræðast og kanna möguleika á samstarfi í framtíðinni. Hér væri tilvalið að ræða ákveðna styrki við sérfræðinga eða kynna ný græn verkefni.
DAGSKRÁ
Fundarstjóri: Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk nýorka
08:30 Húsið opnar
09:00 Ávarp frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
09:20 Erindi aðstandenda viðburðar og örerindi styrkþega
- Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
- Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
- Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs
- Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri, Festa
- E1 - Hafrún Þorvaldsdóttir
- Laki Power - Ósvaldur Knudsen
- Gerosion - Kristján Friðrik Alexandersson
10.30 Kaffi
11:00 Kynningar á erlendum sjóðum
- Horizon Europe - Kolbrún Bjargmundsdóttir, Rannís
- Innovation Fund og Clean Energy Transition - Sigurður Björnsson, Rannís
- LIFE - Gyða Einarsdóttir, Rannís
- Enterprise Europe Network (EEN) - Katrín Jónsdóttir, Rannís
- Uppbyggingarsjóður EES - Kolfinna Tómasdóttir, Rannís
- Norðurslóðaáætlunin (NPA) - Reinhard Reynisson, Byggðastofnun
12:00 Hádegisverður
13:00 Örerindi styrkþega og kynningar á fleiri sjóðum
- Sidewind - María Kristín Þrastardóttir
- Carbfix - Ragna Björk Bragadóttir
- Nopef - Søren Berg Rasmussen, NEFCO
- Orkusjóður - Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun
- Askur, mannvirkjarannsóknasjóður - Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, HMS
- Innlendir sjóðir hjá Rannís - Kristín Hermannsdóttir, Rannís
- Umsóknaskrif og þjónusta við umsækjendur - Rannís
14.30 Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 1,5 klst.
16:00 Skál fyrir styrkjum
Hverjir ættu að skrá sig og taka þátt?
Fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir ofl. sem:
- leita lausna að áskorunum á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála (skrá undir Request)
- bjóða lausnir á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála (skrá undir Product)
- vilja funda með aðilum til að ræða þróun, nýsköpun og/eða hugsanlegt samstarf (geta skráð undir Request og Product)
Allir geta séð alla þátttakendur og skráningar óháð því hvort viðkomandi hafi skráð sig eða ekki.
Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi, RANNÍS, Festu, Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Nánari upplýsingar veita Kamma Thordarson á kamma@green.is og Gyða Einarsdóttir á gyda.einarsdottir@rannis.is