Stefnumótið - Hvernig virkar það?
Styrkjamótið er vettvangur fyrir aðila til að hittast á snörpum fundum til að ræða tækifæri til samstarfs vegna áskorana og verkenfa sem tengjast umhverfis- loftslags- og orkumálum. Fljótleg og þægileg leið til að hitta mögulegan samstarfsaðila.
Hver fundur er 15 mínútur og fara fundirnir fram milli kl. 14.30 og 16.00.
15 mínútur eru fljótar að líða, en þær eru nóg til að búa til fyrstu tengsl sem má síðan byggja ofan á síðar.
Markmiðið er að tengja aðila sem hafa margt að bjóða, og læra, og eru tilbúnir til að taka þátt í nýju samstarfi um þessar sameiginlegu áskoranir okkar allra.
1) Skráning
- Skráning fer fram með því að smella á græna takkann á forsíðunni "Register now"
2) Skrá prófíl þinn og vöru (Product) eða verkefni/áskorun (Request)
- Skráðu upplýsingarnar um þig og þitt fyrirtæki/sveitarfélag/stofnun eins vel og þú getur.
- Settu allt fram á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.
- Þinn prófíll ætti að lýsa hver þú ert (þitt fyrirtæki/sveitarfélag/stofnun), hvað þú hefur uppá að bjóða/leitar eftir og hverja þú vilt hitta.
- Góður prófíll skiptir sköpum hér.
- Þegar þú hefur stofnað aðgang færðu upp síðuna þína. ATH að neðst á miðri síðunni þinni þarftu að skrá undir Marketplace Opportunities - þú skráir í:
- Product ef þú ert með vöru, þekkingu eða þjónustu í boði eða til þróunar.
- Request ef þú leitar að lausn hvort sem er ákveðinni vöru/þjónustu/ráðgjöf eða ef þú ert með áskorun sem þú athugaa hvort einhver annar hafi hugsanlega lausn á, eða getur þróað í samvinnu við þig.
· Góð skráning í Marketplace er grunnur fyrir því að fá fundarbeiðnir og að aðrir samþykki fundarboð frá ykkur.
3) Skoða þátttakendur (Participants) og verkefni (Marketplace)
- Skoðaðu áhugaverð tækifæri, fyrirtæki/sveitarfélög/stofnanir og vörur/lausnir/þjónustu. Smelltu á til að sjá nánar viðkomandi.
4) Senda og svara fundarbeiðnum
- Skoðaðu reglulega þátttakendur (og nýja) og verkefni þeirra, og senda fundarbeiðni á þá aðila sem þú vilt funda með á mótinu. Gott er að skrá hvers vegna þú vilt hitta viðkomandi en það eykur líkur á að fundurinn verði samþykktur
- Samþykktar fundarbeiðnir koma sjálfkrafa inn á tímaáætlun þína.
- TIP: Sækið "b2match" snjallforritið fyrir farsíma til að halda utan um fundina þína í símanum!
- Yfirlit yfir fundina þína og fundarbeiðnir finnurðu undir "Meetings" (efst á gráu stikunni)
- Fundarbeiðnum verður að svara, að öðru leyti verður ekkert af fundum.
Reglur varðandi bókanir
- Allir skráðir aðilar geta óskað eftir fundum með öllum öðrum skráðum aðilum.
- Samþykkja þarf fundi til að þeir komi inn í dagskrá þína yfir fundi.
5) Styrkjamótið og áminning
- Daginn fyrir Styrkjamótið færðu tölvupóst með yfirliti yfir fundina þína sem munu eiga sér stað 23. Mars 2023.
- Þú sækir síðan dagskrána þína í "b2match" snjallforritinu sem heldur utan um fundina þína í símanum!